AUÐUR LÓA
Brúnn, bleikur, banani
Gallery Port
2021
Auður Lóa
Anna Hrund Másdóttir Patty Spyrakos
Við erum lítil, við lærum lag um litina. Ekki alveg alla litina en nógu marga til að taka þátt í því samtali. Stef, orð, byrjun og endir, um eitthvað sem við sjáum. Kannski erum við að kynnast einhverjum lit í fyrsta skiptið, annað hvort orðinu þá eða litnum, það sem við tengjum orðið við. Þú hefur sennilega heyrt lagið áður en þú syngur það. Þetta er upplifun, að læra er upplifun. Við lærum af upplifunum. Við lærum litina með lagi.
Ef við getum lært litina með lagi, hvað annað er hægt? Getum við lært tölur með trompeti? Lært um tölvur með trjágreinum? Um geiminn með lyklum? Sumt af þessu er augljóst, auðvitað. Eins og þegar þú lærðir um sársauka með svelli, eða lærðir um bíla þegar hann bilaði, eða lærðir um drauma frá dauðanum. Sumar tengingar eru viljandi, sumar eru óvart tengingar.
Af því það er alltaf líka eitthvað meira.Við lærum eitthvað kannski fyrst og fremst: nöfnin á litunum. En hér er ekki bara brúnn, bleikur heldur líka banani, og svo appelsína – talandi. Litir eru alltaf bara til á einhverju, ekki í lausu lofti, ok. Eitthvað til að muna, já, en líka til að túlka. Kannski er ekkert þá fyrst og fremst. Kannski er lærdómurinn hvernig á að beita raddböndunum, eða að ríma, eða kannski hvernig á að vinna saman og syngja í hópi. Kannski er það stuðlunin, kannski erum við að læra fyst og fremst hvernig við stuðlum. Ég skal ekki segja, það er þitt mál.
/
We are young, we learn a song about the colors. Not all colors but enough to be able to take part in the conversation. A melody, words, a beginning and an ending, about something we see. Maybe we are introduced to a specific color for the first time, either the word or the color, what we connect the word with. You have probably heard the song before you sing it yourself. This is an experience; learning is an experience. We learn from experience. We learn the colors with a song.
If we can learn the colors with a song, what else can we do? Can we learn numbers with a trumpet? Learn about computers with tree branches? About space from keys? Some of this is obvious, of course. Like when you learned about pain with a patch of ice on the sidewalk, or learned about cars when it broke down, or learned about dreams from death. Some connections are deliberate, some are accidental connections.
Because there is always also something more. We learn something maybe first and foremost: the names of the colors. But in the song there is not only brown and pink, but also a banana, and then an orange – which speaks. Color only ever exists as something, not in the air as simply color, ok. This is something to remember, yes, but then also to interpret. Maybe there is then nothing first and foremost. Maybe you are instead learning how to manipulate your vocal chords, or how to rhyme, or how to work together and sing in a group. Maybe it is the alliteration; maybe we are learning first and foremost how we alliterate. I shall not say, it is not for me to decide.
Text: Starkaður Sigurðarson